Steindi jr. og Saga Garðarsdóttir afhentu Elísabetu verðlaunin en mörgum þótti hegðun þeirra á meðan á þakkarræðu Elísabetar stóð heldur ósæmileg.
Atvikið bar á góma á Facebook-síðu Elísabetar á sunnudag en þar sagði klipparinn að hún hefði fengið „hringda inn afsökunarbeiðni" eftir atvikið og þótt vænt um það. Hún sagði jafnframt að hún hefði staðið í þeirri trú að hún hefði verið svona fyndin í ræðu sinni.


