Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2013 11:25 Gunnar í bardaganum gegn Santiago um helgina. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning." Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning."
Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira