Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 22-21 | Sturla með sigurmarkið úr víti eftir leiktímann Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 Mynd/Valli Sturla Ásgeirsson var hetja ÍR þegar hann tryggði liði sínu 22-21 sigur á toppliði Hauka í N1 deild karla í handbolta í kvöld með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. ÍR var einu marki yfir í hálfleik 11-10. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og virtist liðið staðráðið í að hefna fyrir tapið í leik liðanna í Símabikarnum á miðvikudaginn. Haukar komust í 6-2 en þá vaknaði ÍR vörnin, Kristófer fór að verja í markinu og í kjölfarið fylgdu hraðaupphlaupin. ÍR jafnaði í 6-6 og komst yfir, 9-8, þegar sex mínútur voru til hálfleiks. ÍR komst í 11-8 en Haukar náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með mörkum Sigurbergs Sveinssonar. ÍR var yfir nánast allan seinni hálfleikinn en aldrei munaði miklu á liðunum. Forysta ÍR var eitt til þrjú mörk allan hálfleikinn og fóru Haukar illa með mörg færi til að jafna leikinn í seinni hálfleik. Haukum tókst loksins að jafna í 21-21 þegar hálf mínúta var eftir að leiknum en miklar deilur voru um það mark. Ruðningur var dæmdur á Ingimund Ingimundarson en ÍR-ingar vildu meina að þeir höfðu beðið um leikhlé áður en dæmt var á Ingimund. „Rétt áður en Diddi fer í aðdragandum að ruðningnum set ég spjaldið á ritaraborðið nema hvað tímaverðirnir eru að horfa í aðra átt. Ég öskra samt leikhlé og þá fipast þeir á borðinu og þá verður ruðningur. Svo segjast þeir ekki vera vissir hvort það hafi gerst á sama tíma eða á undan og þá tóku dómararnir þá ákvörðun að dæma markið. Í þessu tilfelli hefði verið frábært að hafa eftirlitsdómarann," sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR um atvikið umdeilda sem þó kom ekki að sök. ÍR fann Jón Heiðar Gunnarsson inni á línunni þegar fjórar sekúndur voru eftir og hann fékk réttilega vítakast sem Sturla Ásgeirsson skoraði af öryggi úr. Mikilvægur sigur ÍR staðreynd en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig, þremur stigum á undan HK og Akureyri í sætunum á eftir. Haukar eru sem fyrr á toppnum með 25 stig en er nú aðeins fjórum stigum á undan FH þegar sex umferðir eru eftir og spenna að komast í baráttuna um deildarmeistaratitilinn eftir yfirburði Hauka framan af en Haukar hafa tapað fjórum af fimm fyrstu leikjum sínum eftir HM frí í öllum keppnum. Bjarki: Vörnin farin að tikka inn„Þetta var hörkuleikur og frábær sigur. Það er unun að horfa á varnarleik liðsins. Það er fáránlegt hvernig fótavinnan er á mönnum og hvernig menn eru farnir að ná saman og tengja þetta sem einn hlekk. Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir. Við höfum verið að fá á okkur mikið af mörkum og nú er varnarleikurinn farinn að tikka inn. Þetta hefur tekið tíma en þetta er að koma núna," sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Svo kemur sóknarleikurinn í framhaldinu. Hann var á köflum tilviljunarkenndur og menn ekki alveg að fara eftir þeim taktíkum sem við leggjum upp og menn taka óöguð skot. Við erum að reyna að útrýma því og það kemur hægt og bítandi. „Þetta var sanngjarn sigur. Haukar eru með frábært lið og margir vilja meina að þeir séu með best mannaða liðið og ég er einn af þeim. Við erum litla liðið og menn mótivera sig helmingi meir fyrir svona stórleiki og það skiptir líka öllu máli að vera á heimavelli. „Stigin tvö eru virkilega dýrmæt í að halda sér í toppbaráttunni og koma sér inn í úrslitakeppnina. Þetta er allt í graut þarna fyrir neðan og með smá værukærð ertu fljótur að falla þangað niður en ef þú heldur einbeitingu og trukkar vel í þessu og keyrir áfram á að vinna leiki þá áttu ekki að hafa áhyggjur af hinu," sagði Bjarki að lokum. Aron: Vantaði að klára dauðafærin„Það er svekkjandi að tapa svona spennandi leik hérna en við höfum átt í vissum erfiðleikum og mér fannst við taka skrefið upp á við hér í kvöld," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við fáum ekki nógu mikið út úr mörgum leikmönnum. Samt lékum við betur en í síðasta leik. Nýtingin á dauðafærum var mjög slök. Við klikkum inni á línu, í gegnumbrotum og úr tveimur vítaköstum. „Við gefum eftir varnarlega á miðsvæðinu síðustu tíu mínúturnar. Vörnin var fín framan af og Aron varði mjög vel í markinu en það var klaufagangur í vissum hlutum. Við náum boltanum í vörninni en missum hann aftur. Það vantar herslumuninn á að menn klári það og klári þessi dauðafæri einn á móti markmanni fyrir miðju marki. Það verðum við að gera betur. „Við komum línunni betur inn í leikinn í seinni hálfleik og það eru viss teikn á lofti með bætingu hjá okkur og miðað við hvernig þetta er búið að vera undanfarið þá vissi ég að það myndi ekki gerast yfir nótt að við myndum bæta okkar leik en við þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Þó við höfum tapað sárgrætilega hér í kvöld er þetta eitthvað til að byggja á. „Menn lögðu sig alla í þetta og börðust fyrir þessum stigum. Við eigum langt í land. Það verða töluverðar breytingar á liðinu um áramótin. Við erum að spila á Elíasi Má meiddum og ég gat ekki notað hann í seinni hálfleik. Nú þarf hann að fá bót meina sinna. Það er slæmt og svo er Sigurbergur að koma inn og kom vel inn í dag þó það vanti enn þetta síðasta upp á. Tjörvi snéri sig á æfingu í fyrra dag og við eigum í vandræðum með ýmislegt. „Við dettum í þetta þegar mótið er ný byrjar og við þurfum að nýta fyrstu vikurnar í mótinu til að spila menn saman því það er spilað á þriggja, fjögurra daga fresti og það er ekki mikill tími til að æfa. Við þurfum að vera rólegir og halda áfram að bæta leik okkar skref fyrir skref," sagði Aron. Sturla: Hef lent í þessu áður og alltaf skorað„Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum áður og ég held að ég hafi alltaf skorað þannig að þetta var skemmtilegt en þetta var óþarflega spennandi í lokin. Mér fannst við vera með þetta. Smá vandræðagangur á okkur í lokin en sem betur fer hafðist þetta og að afsanna þessa kenningu með að það sé ekki hægt að vinna bæði í bikar og deild með nokkurra daga milli bili," sagði Sturla Ásgeirsson hetja ÍR eftir leikinn. „Einhverra hluta vegna voru þeir miklu stemmdari í byrjun en sem betur fer vöknuðum við eftir einhverjar tíu mínútur. Eftir að við jöfnum og komumst yfir þá leiðum við leikinn og mér fannst við vera með þá eiginlega. „Aron heldur þeim inni í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann er að verja allt of mikið frá okkur. „Við getum spilað fanta vörn þegar við náum að hlaupa til baka og við höfum verið að bæta það upp á síðkastið og þá er Kristó flottur í markinu og að verja sín skot. Við fengum óvenju lítið af hraðaupphlaupum í kvöld og kannski situr bikarleikurinn í mönnum en þetta hafðist á frábærri vörn, fínni markvörslu og þokkalegum sóknarleik. „Við heyrðum fyrir leikinn hvernig fór í dag og það er frábært fyrir okkur að ná í þessi tvö stig og halda heimavellinum svona sterkum þar sem við höfum varla unnið leik á útivelli í vetur. Það er mjög mikilvægt að vinna hérna heima," sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sturla Ásgeirsson var hetja ÍR þegar hann tryggði liði sínu 22-21 sigur á toppliði Hauka í N1 deild karla í handbolta í kvöld með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. ÍR var einu marki yfir í hálfleik 11-10. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og virtist liðið staðráðið í að hefna fyrir tapið í leik liðanna í Símabikarnum á miðvikudaginn. Haukar komust í 6-2 en þá vaknaði ÍR vörnin, Kristófer fór að verja í markinu og í kjölfarið fylgdu hraðaupphlaupin. ÍR jafnaði í 6-6 og komst yfir, 9-8, þegar sex mínútur voru til hálfleiks. ÍR komst í 11-8 en Haukar náðu að minnka muninn fyrir hálfleik með mörkum Sigurbergs Sveinssonar. ÍR var yfir nánast allan seinni hálfleikinn en aldrei munaði miklu á liðunum. Forysta ÍR var eitt til þrjú mörk allan hálfleikinn og fóru Haukar illa með mörg færi til að jafna leikinn í seinni hálfleik. Haukum tókst loksins að jafna í 21-21 þegar hálf mínúta var eftir að leiknum en miklar deilur voru um það mark. Ruðningur var dæmdur á Ingimund Ingimundarson en ÍR-ingar vildu meina að þeir höfðu beðið um leikhlé áður en dæmt var á Ingimund. „Rétt áður en Diddi fer í aðdragandum að ruðningnum set ég spjaldið á ritaraborðið nema hvað tímaverðirnir eru að horfa í aðra átt. Ég öskra samt leikhlé og þá fipast þeir á borðinu og þá verður ruðningur. Svo segjast þeir ekki vera vissir hvort það hafi gerst á sama tíma eða á undan og þá tóku dómararnir þá ákvörðun að dæma markið. Í þessu tilfelli hefði verið frábært að hafa eftirlitsdómarann," sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR um atvikið umdeilda sem þó kom ekki að sök. ÍR fann Jón Heiðar Gunnarsson inni á línunni þegar fjórar sekúndur voru eftir og hann fékk réttilega vítakast sem Sturla Ásgeirsson skoraði af öryggi úr. Mikilvægur sigur ÍR staðreynd en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig, þremur stigum á undan HK og Akureyri í sætunum á eftir. Haukar eru sem fyrr á toppnum með 25 stig en er nú aðeins fjórum stigum á undan FH þegar sex umferðir eru eftir og spenna að komast í baráttuna um deildarmeistaratitilinn eftir yfirburði Hauka framan af en Haukar hafa tapað fjórum af fimm fyrstu leikjum sínum eftir HM frí í öllum keppnum. Bjarki: Vörnin farin að tikka inn„Þetta var hörkuleikur og frábær sigur. Það er unun að horfa á varnarleik liðsins. Það er fáránlegt hvernig fótavinnan er á mönnum og hvernig menn eru farnir að ná saman og tengja þetta sem einn hlekk. Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir. Við höfum verið að fá á okkur mikið af mörkum og nú er varnarleikurinn farinn að tikka inn. Þetta hefur tekið tíma en þetta er að koma núna," sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Svo kemur sóknarleikurinn í framhaldinu. Hann var á köflum tilviljunarkenndur og menn ekki alveg að fara eftir þeim taktíkum sem við leggjum upp og menn taka óöguð skot. Við erum að reyna að útrýma því og það kemur hægt og bítandi. „Þetta var sanngjarn sigur. Haukar eru með frábært lið og margir vilja meina að þeir séu með best mannaða liðið og ég er einn af þeim. Við erum litla liðið og menn mótivera sig helmingi meir fyrir svona stórleiki og það skiptir líka öllu máli að vera á heimavelli. „Stigin tvö eru virkilega dýrmæt í að halda sér í toppbaráttunni og koma sér inn í úrslitakeppnina. Þetta er allt í graut þarna fyrir neðan og með smá værukærð ertu fljótur að falla þangað niður en ef þú heldur einbeitingu og trukkar vel í þessu og keyrir áfram á að vinna leiki þá áttu ekki að hafa áhyggjur af hinu," sagði Bjarki að lokum. Aron: Vantaði að klára dauðafærin„Það er svekkjandi að tapa svona spennandi leik hérna en við höfum átt í vissum erfiðleikum og mér fannst við taka skrefið upp á við hér í kvöld," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við fáum ekki nógu mikið út úr mörgum leikmönnum. Samt lékum við betur en í síðasta leik. Nýtingin á dauðafærum var mjög slök. Við klikkum inni á línu, í gegnumbrotum og úr tveimur vítaköstum. „Við gefum eftir varnarlega á miðsvæðinu síðustu tíu mínúturnar. Vörnin var fín framan af og Aron varði mjög vel í markinu en það var klaufagangur í vissum hlutum. Við náum boltanum í vörninni en missum hann aftur. Það vantar herslumuninn á að menn klári það og klári þessi dauðafæri einn á móti markmanni fyrir miðju marki. Það verðum við að gera betur. „Við komum línunni betur inn í leikinn í seinni hálfleik og það eru viss teikn á lofti með bætingu hjá okkur og miðað við hvernig þetta er búið að vera undanfarið þá vissi ég að það myndi ekki gerast yfir nótt að við myndum bæta okkar leik en við þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Þó við höfum tapað sárgrætilega hér í kvöld er þetta eitthvað til að byggja á. „Menn lögðu sig alla í þetta og börðust fyrir þessum stigum. Við eigum langt í land. Það verða töluverðar breytingar á liðinu um áramótin. Við erum að spila á Elíasi Má meiddum og ég gat ekki notað hann í seinni hálfleik. Nú þarf hann að fá bót meina sinna. Það er slæmt og svo er Sigurbergur að koma inn og kom vel inn í dag þó það vanti enn þetta síðasta upp á. Tjörvi snéri sig á æfingu í fyrra dag og við eigum í vandræðum með ýmislegt. „Við dettum í þetta þegar mótið er ný byrjar og við þurfum að nýta fyrstu vikurnar í mótinu til að spila menn saman því það er spilað á þriggja, fjögurra daga fresti og það er ekki mikill tími til að æfa. Við þurfum að vera rólegir og halda áfram að bæta leik okkar skref fyrir skref," sagði Aron. Sturla: Hef lent í þessu áður og alltaf skorað„Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum áður og ég held að ég hafi alltaf skorað þannig að þetta var skemmtilegt en þetta var óþarflega spennandi í lokin. Mér fannst við vera með þetta. Smá vandræðagangur á okkur í lokin en sem betur fer hafðist þetta og að afsanna þessa kenningu með að það sé ekki hægt að vinna bæði í bikar og deild með nokkurra daga milli bili," sagði Sturla Ásgeirsson hetja ÍR eftir leikinn. „Einhverra hluta vegna voru þeir miklu stemmdari í byrjun en sem betur fer vöknuðum við eftir einhverjar tíu mínútur. Eftir að við jöfnum og komumst yfir þá leiðum við leikinn og mér fannst við vera með þá eiginlega. „Aron heldur þeim inni í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann er að verja allt of mikið frá okkur. „Við getum spilað fanta vörn þegar við náum að hlaupa til baka og við höfum verið að bæta það upp á síðkastið og þá er Kristó flottur í markinu og að verja sín skot. Við fengum óvenju lítið af hraðaupphlaupum í kvöld og kannski situr bikarleikurinn í mönnum en þetta hafðist á frábærri vörn, fínni markvörslu og þokkalegum sóknarleik. „Við heyrðum fyrir leikinn hvernig fór í dag og það er frábært fyrir okkur að ná í þessi tvö stig og halda heimavellinum svona sterkum þar sem við höfum varla unnið leik á útivelli í vetur. Það er mjög mikilvægt að vinna hérna heima," sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira