Stefán Logi Magnússon mun að öllum líkindum spila með norska b-deildarliðinu Ull/Kisa í ár en félagið fær hann þá á láni frá Lilleström. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.
Stefán Logi segir að ekkert sér frágengið ennþá en það sé samt ekkert til fyrirstöðu að hann fari til Ull/Kisa sem er í Osló eins og Lilleström. Hann ætlar að nýta tækifærið til að koma sér aftur í leikform en meiðsli og fáir spilaðir leikir hafa kostað hann sæti í íslenska landsliðinu.
Stefán Logi hefur verið mikið meiddur og lítið spilað með liði Lilleström að undanförnu. „Ég er mjög þakklátur Lilleström fyrir þetta tækifæri því það er ekki sjálfsagt að fá að fara á láni," sagði Stefán Logi við Morgunblaðið.
