Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? 14. febrúar 2013 13:55 Oscar Pistarius Mynd/AFP Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News. Oscar Pistorius Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News.
Oscar Pistorius Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira