Grosjean sótti tíma hjá sálfræðingi Birgir Þór Harðarson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Lotus-ökuþórinn Romain Grosjean heimsótti sálfræðing reglulega í haust til þess að reyna að koma í veg fyrir heimskupör sín á brautinni. Honum var til að mynda bannað að keppa í Ítalíu eftir slys í upphafi belgíska kappakstursins í september. "Tímabilið endaði ekki auðveldlega hjá mér en ég held að ég hafi lært að púsla hlutunum rétt saman í vetur," sagði Grosjean við fréttamann Sky Sports. "Ég veit að ég fæ ekki fleiri sénsa svo ég verð að skila árangri á brautinni í sumar." Grosjean var harðlega gagnrýndur eftir slysið í Belgíu af öðrum ökumönnum og liðstjórum. Mark Webber gekk meira að segja svo langt að segja að hann gengi ekki allur heill til skógar. Ökumönnum væri ekki sama þegar öryggi þeirra væri ógnað á brautinni. Franski ökuþórinn Grosjean fékk samning sinn við Lotus framlengdan rétt fyrir jól en eigendur liðsins og liðstjórar þess skeggræddu það lengi hvort það væri þess virði að halda honum. Hraðinn var til staðar í fyrra en Grosjean var of mistækur til að byggja á því forskoti. "Það er ekkert leyndarmál að ég hóf að vinna í mínum málum með sálfræðingi í september í fyrra. Hlutirnir fóru svo að ganga betur í haust og í vetur. Ég ræddi lengi við Genii, eiganda liðsins, og reyndi að útskýra stöðuna fyrir þeim og hjálpa þeim að taka rétta ákvörðun. Þegar þeir svo hringdu í mig og sögðu: "Okei, við ætlum að reyna enn," var ég meira en ánægður." Eric Boullier, liðstjóri Lotus, segir liðið standa að baki Grosjean og ætla að hjálpa honum að vinna í sínum málum. "Við vorum í vandræðum með Grosjean og hann stóð ekki undir væntingum árið 2012," sagði liðstjórinn. "Við trúum því að hann sé raunverulega fljótur og hafi hæfileika. Við höfum því komið honum í skilning um til hvers við væntum af honum." Hér að ofan má sjá myndband af slysinu sem Grosjean varð valdur af í Belgíu. Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lotus-ökuþórinn Romain Grosjean heimsótti sálfræðing reglulega í haust til þess að reyna að koma í veg fyrir heimskupör sín á brautinni. Honum var til að mynda bannað að keppa í Ítalíu eftir slys í upphafi belgíska kappakstursins í september. "Tímabilið endaði ekki auðveldlega hjá mér en ég held að ég hafi lært að púsla hlutunum rétt saman í vetur," sagði Grosjean við fréttamann Sky Sports. "Ég veit að ég fæ ekki fleiri sénsa svo ég verð að skila árangri á brautinni í sumar." Grosjean var harðlega gagnrýndur eftir slysið í Belgíu af öðrum ökumönnum og liðstjórum. Mark Webber gekk meira að segja svo langt að segja að hann gengi ekki allur heill til skógar. Ökumönnum væri ekki sama þegar öryggi þeirra væri ógnað á brautinni. Franski ökuþórinn Grosjean fékk samning sinn við Lotus framlengdan rétt fyrir jól en eigendur liðsins og liðstjórar þess skeggræddu það lengi hvort það væri þess virði að halda honum. Hraðinn var til staðar í fyrra en Grosjean var of mistækur til að byggja á því forskoti. "Það er ekkert leyndarmál að ég hóf að vinna í mínum málum með sálfræðingi í september í fyrra. Hlutirnir fóru svo að ganga betur í haust og í vetur. Ég ræddi lengi við Genii, eiganda liðsins, og reyndi að útskýra stöðuna fyrir þeim og hjálpa þeim að taka rétta ákvörðun. Þegar þeir svo hringdu í mig og sögðu: "Okei, við ætlum að reyna enn," var ég meira en ánægður." Eric Boullier, liðstjóri Lotus, segir liðið standa að baki Grosjean og ætla að hjálpa honum að vinna í sínum málum. "Við vorum í vandræðum með Grosjean og hann stóð ekki undir væntingum árið 2012," sagði liðstjórinn. "Við trúum því að hann sé raunverulega fljótur og hafi hæfileika. Við höfum því komið honum í skilning um til hvers við væntum af honum." Hér að ofan má sjá myndband af slysinu sem Grosjean varð valdur af í Belgíu.
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira