Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-26 Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 13. febrúar 2013 13:35 Akureyri er komið í undanúrslit Símabikarsins eftir sannfærandi sigur á FH-ingum fyrir norðan. Það var nokkuð sérstök stemming í húsinu rétt áður en hin árlega bikarhefð hófst en þetta var eins og hefur komið fram í fjölmiðlum áður í fimmta sinn í röð sem þessi lið mætast í bikarnum. Einhver tæknileg vandamál voru í gangi með hljóðið í húsinu þannig að lið hituðu upp að mestu leiki án tónlistar og ekki bætti úr mæting kvöldsins en hún hefur oft verið betri norðan heiða. Þetta hafði þó ekki áhrif á leikmenn sem mættu grimmir til leiks og tilbúnir í bikarslag. Jafnt var á öllum tölum og bæði lið að skila flottri varnarvinnu með markmenn í fínu standi bakvið þá. Heimamenn voru með yfirhöndina fram að 19. mínútu en þá komust gestirnir í FH í fyrsta sinn yfir en þar var á ferðinni Þorkell Magnússon með laglegt mark úr horninu. Áfram hélt að vera jafnt á flestum tölum en þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 13-14. Ásbjörn Friðriksson var þá búinn að skora sex mörk fyrir FH en næstur á eftir honum kom Ragnar Jóhannsson með fjögur. Hjá heimamönnum voru það Geir Guðmundsson og Guðmundur H. Helgason sem voru markahæstir með fjögur mörk hvor. Það var þó aðeins eitt lið sem mætti af krafti inn í seinnihálfleikinn og það voru heimamenn. Gestirnir í FH fóru að lenda í vandræðum með að koma boltanum framhjá bæði sterkri vörn Akureyringa sem og Jovan Kukobat í markinu sem hefur hreinlega verið annar markmaður eftir pásu. Á meðan leikmenn FH virtust missa einbeitingu og takt í leik sínum gengum heimamenn á lagið og náðu að breyta stöðunni úr 13-14 í 21-15 á aðeins um tíu mínútum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en náðu aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn þrátt fyrir smá spennu undir lokin en þá mætti Stefán „Uxi“ Guðnason í markið og gerði endanlega út um allar vonir FH. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Akureyrar 30-26 sem eru því á leið suður í Laugardalshöll. Einar Andri Einarsson: Upphaf seinni hálfleiks gerði útslagið „Við spiluðum alveg ágætis fyrri hálfleik,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrstu tíu eða ellefu mínúturnar í seinni hálfleik er það sem gerir útslagið fyrir okkur, lendum sex mörkum undir. Annars var leikurinn í ágætis jafnvægi.“ Einar kaus að skipta markmanninum Daníel Frey útaf í seinni hálfleik rétt eftir að hann varði tvisvar í röð „Já við þurftum bara að gera breytingar, leikurinn okkar var í molum. Breytingarnar skiluðu árangri að því leiti að ná að koma okkur inn í leikinn. Fengum tvisvar séns á því að koma þessu niður í tvö mörk og þá hefði þetta hugsanlega orðið ennþá jafnara en Akureyringar voru betri en við í dag og vildu þetta meira.“ Geir Guðmundsson: Getum unnið alla „Þetta er bara gjörsamlega frábært“ sagði Geir Guðmundsson brosmildur eftir leik. „Við erum að uppskera það við höfum verið að setja niður og æfa gríðarlega vel. Undirbúningurinn hjá Bjarna var alveg hrikalega góður fyrir leikinn og við vissum alveg nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við bara framkvæmdum það sem við plönuðum og þetta er útkoman.“ Er þetta sérstaklega sætt í ljósi þess að það vantar mjög sterka leikmenn í þetta lið í augnablikinu? „Já og sérstaklega útaf þessu „hæpi“ í kringum FH talandi um að þetta sé heitasta lið landsins og við vængbrotnir og það vanti lykilmenn í þetta lið okkar en við komum bara inn hrikalega sterkir með okkar hóp og vinnum leikinn. Við værum betur settir með Hödda, Odd og alla þessa kalla en ég er bara hrikalega ánægður með hópinn sem við erum með núna. Þetta er bara flottur hópur og við erum bara að sýna það hérna í dag að við getum unnið alla í þessari deild.“ Bjarni Fritzson: Mættu bara eins og alvöru töffarar „Ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Við lögðum mikið í undirbúning fyrir leikinn og áttum frábærar æfingar. Strákarnir voru þvílíkt einbeittir og búið að líða vel komandi inn í leikinn og svo mættu þeir bara eins og alvöru töffarar með sigurviljann í botni. Við kláruðum þetta bara eins og sannir leikmenn Akureyrar.“ Hvað var það sem skilaði Akureyri sigri í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum? „Við erum að spila frábæra vörn allan leikinn. Hún hélt bara áfram og bætti jafnvel í svo í seinni hálfleik. Við í raun héldum okkar striki á meðan þeir fóru að gera mistök, þetta kom bara svona hægt og rólega.“ Geir Guðmundsson talaði um það eftir leik að það hefði kveikt aðeins í mönnum þetta umtal um að FH væri heitasta lið landsins. „Þeir eru augljóslega með frábært lið. Góða þjálfara og marga góða leikmenn í hverri stöðu en við erum bara líka með góða leikmenn. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leiknum eftir áramót. Áttum fínan leik á móti Haukum, betri leik á móti Val og svo enn betri hér í dag. Liðið er bara að koma tilbúið til leiks og við vorum alveg klárir á því að við gætum unnið en við vorum að spila á móti besta liðinu um þessar mundir. Það sýnir okkur bara hvað við getum gert ef við gerum þetta allt rétt.“ Þitt gamla lið afgreiddi Hauka nokkuð sannfærandi í kvöld, eru þeir óska mótherjar í úrslitum eða skiptir það hugsanlega minna máli útaf þessu „final four“ fyrirkomulagi? „Ég bara hef aldrei upplifað svona fyrirkomulag áður, þetta eru bara tveir úrslitaleikir eins og þessi hér var úrslitaleikur. Ég er bara ánægður fyrir hönd strákana og félagsins að þeir komust líka í höllina. Þetta er auðvitað gott fyrir klúbbinn líka fjárhagslega og bara æðislegt að þeir ná að spyrna sér frá draslinu sem þeir lentu í. Hvort að við mætum þeim næst eða bara yfir höfuð skiptir í raun engu máli, það þýðir ekkert að pæla í þessu. Tökum bara því sem kemur og gerum okkar besta.“ Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Akureyri er komið í undanúrslit Símabikarsins eftir sannfærandi sigur á FH-ingum fyrir norðan. Það var nokkuð sérstök stemming í húsinu rétt áður en hin árlega bikarhefð hófst en þetta var eins og hefur komið fram í fjölmiðlum áður í fimmta sinn í röð sem þessi lið mætast í bikarnum. Einhver tæknileg vandamál voru í gangi með hljóðið í húsinu þannig að lið hituðu upp að mestu leiki án tónlistar og ekki bætti úr mæting kvöldsins en hún hefur oft verið betri norðan heiða. Þetta hafði þó ekki áhrif á leikmenn sem mættu grimmir til leiks og tilbúnir í bikarslag. Jafnt var á öllum tölum og bæði lið að skila flottri varnarvinnu með markmenn í fínu standi bakvið þá. Heimamenn voru með yfirhöndina fram að 19. mínútu en þá komust gestirnir í FH í fyrsta sinn yfir en þar var á ferðinni Þorkell Magnússon með laglegt mark úr horninu. Áfram hélt að vera jafnt á flestum tölum en þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 13-14. Ásbjörn Friðriksson var þá búinn að skora sex mörk fyrir FH en næstur á eftir honum kom Ragnar Jóhannsson með fjögur. Hjá heimamönnum voru það Geir Guðmundsson og Guðmundur H. Helgason sem voru markahæstir með fjögur mörk hvor. Það var þó aðeins eitt lið sem mætti af krafti inn í seinnihálfleikinn og það voru heimamenn. Gestirnir í FH fóru að lenda í vandræðum með að koma boltanum framhjá bæði sterkri vörn Akureyringa sem og Jovan Kukobat í markinu sem hefur hreinlega verið annar markmaður eftir pásu. Á meðan leikmenn FH virtust missa einbeitingu og takt í leik sínum gengum heimamenn á lagið og náðu að breyta stöðunni úr 13-14 í 21-15 á aðeins um tíu mínútum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en náðu aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn þrátt fyrir smá spennu undir lokin en þá mætti Stefán „Uxi“ Guðnason í markið og gerði endanlega út um allar vonir FH. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Akureyrar 30-26 sem eru því á leið suður í Laugardalshöll. Einar Andri Einarsson: Upphaf seinni hálfleiks gerði útslagið „Við spiluðum alveg ágætis fyrri hálfleik,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrstu tíu eða ellefu mínúturnar í seinni hálfleik er það sem gerir útslagið fyrir okkur, lendum sex mörkum undir. Annars var leikurinn í ágætis jafnvægi.“ Einar kaus að skipta markmanninum Daníel Frey útaf í seinni hálfleik rétt eftir að hann varði tvisvar í röð „Já við þurftum bara að gera breytingar, leikurinn okkar var í molum. Breytingarnar skiluðu árangri að því leiti að ná að koma okkur inn í leikinn. Fengum tvisvar séns á því að koma þessu niður í tvö mörk og þá hefði þetta hugsanlega orðið ennþá jafnara en Akureyringar voru betri en við í dag og vildu þetta meira.“ Geir Guðmundsson: Getum unnið alla „Þetta er bara gjörsamlega frábært“ sagði Geir Guðmundsson brosmildur eftir leik. „Við erum að uppskera það við höfum verið að setja niður og æfa gríðarlega vel. Undirbúningurinn hjá Bjarna var alveg hrikalega góður fyrir leikinn og við vissum alveg nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við bara framkvæmdum það sem við plönuðum og þetta er útkoman.“ Er þetta sérstaklega sætt í ljósi þess að það vantar mjög sterka leikmenn í þetta lið í augnablikinu? „Já og sérstaklega útaf þessu „hæpi“ í kringum FH talandi um að þetta sé heitasta lið landsins og við vængbrotnir og það vanti lykilmenn í þetta lið okkar en við komum bara inn hrikalega sterkir með okkar hóp og vinnum leikinn. Við værum betur settir með Hödda, Odd og alla þessa kalla en ég er bara hrikalega ánægður með hópinn sem við erum með núna. Þetta er bara flottur hópur og við erum bara að sýna það hérna í dag að við getum unnið alla í þessari deild.“ Bjarni Fritzson: Mættu bara eins og alvöru töffarar „Ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Við lögðum mikið í undirbúning fyrir leikinn og áttum frábærar æfingar. Strákarnir voru þvílíkt einbeittir og búið að líða vel komandi inn í leikinn og svo mættu þeir bara eins og alvöru töffarar með sigurviljann í botni. Við kláruðum þetta bara eins og sannir leikmenn Akureyrar.“ Hvað var það sem skilaði Akureyri sigri í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum? „Við erum að spila frábæra vörn allan leikinn. Hún hélt bara áfram og bætti jafnvel í svo í seinni hálfleik. Við í raun héldum okkar striki á meðan þeir fóru að gera mistök, þetta kom bara svona hægt og rólega.“ Geir Guðmundsson talaði um það eftir leik að það hefði kveikt aðeins í mönnum þetta umtal um að FH væri heitasta lið landsins. „Þeir eru augljóslega með frábært lið. Góða þjálfara og marga góða leikmenn í hverri stöðu en við erum bara líka með góða leikmenn. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leiknum eftir áramót. Áttum fínan leik á móti Haukum, betri leik á móti Val og svo enn betri hér í dag. Liðið er bara að koma tilbúið til leiks og við vorum alveg klárir á því að við gætum unnið en við vorum að spila á móti besta liðinu um þessar mundir. Það sýnir okkur bara hvað við getum gert ef við gerum þetta allt rétt.“ Þitt gamla lið afgreiddi Hauka nokkuð sannfærandi í kvöld, eru þeir óska mótherjar í úrslitum eða skiptir það hugsanlega minna máli útaf þessu „final four“ fyrirkomulagi? „Ég bara hef aldrei upplifað svona fyrirkomulag áður, þetta eru bara tveir úrslitaleikir eins og þessi hér var úrslitaleikur. Ég er bara ánægður fyrir hönd strákana og félagsins að þeir komust líka í höllina. Þetta er auðvitað gott fyrir klúbbinn líka fjárhagslega og bara æðislegt að þeir ná að spyrna sér frá draslinu sem þeir lentu í. Hvort að við mætum þeim næst eða bara yfir höfuð skiptir í raun engu máli, það þýðir ekkert að pæla í þessu. Tökum bara því sem kemur og gerum okkar besta.“
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira