Ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með Birgir Þór Harðarson skrifar 11. febrúar 2013 20:00 Ecclestone segir ólíklegt að Scorpion Racing verði með. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Nýja liðið er styrkt af kandískum og bandarískum fjárfestum og ætla að kaupa tæki og tól HRT-liðsins sem var lýst gjaldþrota byrjun desember í fyrra. Leikurinn er hins vegar ekki svo auðveldur að hvaða lið komist að, jafnvel þó um sé að ræða lið byggt á gömlu liði, því skráningarfresturinn rann út í lok nóvember. Það er því mjög ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með í Formúlu 1 í ár því FIA hefur hingað til ekki farið frjálslega með reglurnar. Ecclestone sagði við Sky Sports að hann hefði bent Scorpion Racing á FIA þegar liðið kom til hans. "Þeir vilja kaupa allt dótið frá HRT, stofna svo fyrirtæki og sækja um keppnisrétt. Ég held að þetta muni aldrei gerast. Þetta er allt of seint hjá þeim svo þeir verða að reyna aftur fyrir næsta ár," sagði Ecclestone. FIA hefur staðfest að engin formleg umsókn hafi borist og muni ekki taka afstöðu til umsóknarinnar fyrr en Scorpion Racing hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. Formúla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Nýja liðið er styrkt af kandískum og bandarískum fjárfestum og ætla að kaupa tæki og tól HRT-liðsins sem var lýst gjaldþrota byrjun desember í fyrra. Leikurinn er hins vegar ekki svo auðveldur að hvaða lið komist að, jafnvel þó um sé að ræða lið byggt á gömlu liði, því skráningarfresturinn rann út í lok nóvember. Það er því mjög ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með í Formúlu 1 í ár því FIA hefur hingað til ekki farið frjálslega með reglurnar. Ecclestone sagði við Sky Sports að hann hefði bent Scorpion Racing á FIA þegar liðið kom til hans. "Þeir vilja kaupa allt dótið frá HRT, stofna svo fyrirtæki og sækja um keppnisrétt. Ég held að þetta muni aldrei gerast. Þetta er allt of seint hjá þeim svo þeir verða að reyna aftur fyrir næsta ár," sagði Ecclestone. FIA hefur staðfest að engin formleg umsókn hafi borist og muni ekki taka afstöðu til umsóknarinnar fyrr en Scorpion Racing hafi gert hreint fyrir sínum dyrum.
Formúla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira