„Áróður samkynhneigðra“ verði bannaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 12:44 Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent