Hlauparinn Gunnlaugur Júlíusson náði ótrúlegum árangri í sólarhringshlaupi sem fram fór í Ratipharm Arena í Espoo í Finnlandi.
Gunnlaugur hljóp samtals 189.689 metra og endaði í tíunda sæti. Árangur Gunnlaugs er besti árangur í flokki 60 ára og eldri í heiminum í ár. Gunnlaugur var með elstu keppendum í hlaupinu en aðeins fimm keppendur voru eldri en hann.
Ágúst Guðmundsson tók einnig þátt í hlaupinu og hljóp hann 120.912 metra og endaði í 51. sæti.
Hlaupið fór fram innandyra á 390 metra langri braut. Þetta var í sjötta sinn sem slíkt hlaup er haldið á þessum stað.
Sigurvegari í karlaflokki var Pasi Penttinen sem hljóp 237.652 metra. Sumie Inagaki frá Japan vann í kvennaflokki en hún hljóp 220.775 metra.
Magnaður árangur hjá Gunnlaugi

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti

„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti




Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti