All-þokkalega pottþétt! Elísabet Brekkan skrifar 25. febrúar 2013 17:00 Guðjón Davíð og Jóhanna Vigdís, Bert og Mary, í einu af mörgum skemmtilegum og krefjandi dansatriðum sýningarinnar. Eftirvæntingin var mikil í salnum á frumsýningu Mary Poppins á föstudagskvöldið. Öllum þeim töfrum sem eitt leikhús hefur yfir að ráða var hér beitt til þess að gera þessa mannmörgu sýningu sem eftirminnilegasta. Robert og Richard Sherman áttu frumgerð tónlistar og texta en hér hafa bæst við atriði og önnur horfið sem við þekkjum úr myndinni og það er Cameron Mackintosh sem er meðhöfundur þeirra. Allir þekkja söguna þannig að óþarft er að rekja hana hér, en Banks-fjölskyldan býr sum sé í fínu húsi í Lundúnum og pabbinn vinnur í banka og mamman virðist hafa það hlutverk eitt að snúast kringum hann. Börnin eru prakkarar og þess vegna endast barnfóstrur ekki lengi hjá þeim, en allt verður betra þegar hin göldrótta Mary Poppins mætir til leiks. Jóhanna Vigdís Arnardóttir skilar hlutverkinu af röggsemi, með heillandi nærveru og syngur fantavel. Vin hennar Bert leikur Guðjón Davíð Karlsson af hlýju og varfærni og klifur hans og dansatriði lifa örugglega lengi með yngstu áhorfendunum, einkum þegar hann gengur á hvolfi uppi undir rjáfri leikhússins. Brellurnar voru allar mjög vel unnar, það var ekki annað að sjá en að risastór lampi væri dreginn upp úr töskunni þegar krakkarnir kynnast fyrst Mary Poppins. Á frumsýningunni voru það Rán Ragnarsdóttir og Grettir Valsson sem léku systkinin, en þau skiptast á við Áslaugu Lárusdóttur og Patrek Thor Herbertsson. Það er víst óhætt að segja að hinn spaugsami Grettir í hlutverki Mikales hafi verið þó nokkur senuþjófur. Samleikur þeirra systkina var mjög góður. Esther Talia Casey skilaði hinu erfiða hlutverki mömmunnar með glans. Í bíómyndinni er mamman upptekin í baráttusamtökum kvenna fyrir auknum réttindum, en það hefur verið strikað út hér í þessari leikgerð og mamman hringlar bara í gamaldags hefðbundnu frúarhlutverki. Halldór Gylfason fór á kostum í hlutverki pabbans þegar við loksins fáum að kynnast gungunni sem í honum býr þá er hans grimma og freka barnfóstra mætir til leiks. Andrea var grimm og ljót, Margrét Eir kom skassinu mjög vel til skila. Brilla matráðskona var ótrúlega skemmtileg. Sigrún Edda gerði mikið úr annars nokkuð litlu hlutverki. Það þarf að skýra ansi margt út fyrir smáfólkinu varðandi hagi þessa fólks, en aðalinntak verksins það er; að trúa á hið góða og að allt sé framkvæmanlegt með góðum vilja skilar sér þó. Leikmynd sem unnin er af Petr Hlousek færir okkur inn í marga heima. Ein fallegasta myndin er úr lystigarðinum þar sem marmarastyttur lifnuðu við. Dansatriðin voru öll mjög skemmtileg og krefjandi fyrir þennan stóra hóp, kannski kraftmest þó þegar töfraþulan Superkalifragilistikexpiallidósum er sungin. Nokkur ný lög hafa bæst við en þau eru ekki eins eftirminnileg og þau gömlu. Eitt fallegasta atriði kvikmyndarinnar er þegar gamla konan er að mata dúfurnar en hér varð það atriðið svolítið klúðurslegt fyrir svo utan að textinn var næstum því óskiljanlegur. Hljómsveitinni var haganlega komið fyrir báðum megin sviðsins og í upphafi var eins og tónlistin væri of en það lagaðist þegar á leið. Það er ekki vafamál að þessi ævintýralega uppfærsla er stórfengleg upplifun, þar sem hver og einn eignast sitt uppáhaldsatriði. Samferðarkona mín lítil sagði eftir sýninguna, að lang besta atriðið var þegar Mary Poppins flaug beint fyrir ofan mig. Niðurstaða: Ævintýraleg uppfærsla og stórfengleg upplifun þar sem öllum töfrum leikhússins er beitt.Leikhús. Mary Poppins. Söngleikur byggður á sögum P.L Travers og kvikmyndinni um Mary Poppins. Frumgerð tónlistar og söngtexta: Richard Sherman og Robert Sherman. Leiktexti: Julian Fellowes. Nýir textar og tónlist: Georg Stiles og Anthony Drewe. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Aðalleikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Áslaug Lárusdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Grettir Valsson, Patrekur T. Herbertsson, Halldór Gylfason, Esther Talía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórir Sæmundsson, Jóhann Sigurðsson, Orri Huginn Ágústsson. Hljómsveit undir stjórn: Agnars Más Magnússonar. Danshöfundur: Lee Proud. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Gervi: Árdís Bjarnþórsdóttir. Hljóðhönnun: Thorbjörn Knudsen. Leikmynd og myndband: Petr Hlousek. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir H. Magnússon, Cameron Corbett, Ellen M. Bæhrenz, Hannes Þór Egilsson, Hjördís L. Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Steve Lorenz, Unnur E. Gunnarsdóttir, Arna Sif Gunnarsdóttir, Arnar Orri Arnarsson, Elísabet Skagfjörð, Guðmundur E. Knudsen, Hafsteinn E. Hafsteinsson, Jón S. Jósefsson, Júlí H. Halldórsson, Kristveig Lárusdóttir, Leifur Eiríksson, Soffía Karlsdóttir, Sibylle Köll, Þórey Birgisdóttir. Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Birgir Bragason, Birkir Freyr Matthíasson, Einar Jónsson, Eydís Fransdóttir, Emil Friðfinnson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Kjartan Guðnason, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason, Sigurður Halldórsson, Snorri Sigurðsson, Vignir Þór Stefánsson. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eftirvæntingin var mikil í salnum á frumsýningu Mary Poppins á föstudagskvöldið. Öllum þeim töfrum sem eitt leikhús hefur yfir að ráða var hér beitt til þess að gera þessa mannmörgu sýningu sem eftirminnilegasta. Robert og Richard Sherman áttu frumgerð tónlistar og texta en hér hafa bæst við atriði og önnur horfið sem við þekkjum úr myndinni og það er Cameron Mackintosh sem er meðhöfundur þeirra. Allir þekkja söguna þannig að óþarft er að rekja hana hér, en Banks-fjölskyldan býr sum sé í fínu húsi í Lundúnum og pabbinn vinnur í banka og mamman virðist hafa það hlutverk eitt að snúast kringum hann. Börnin eru prakkarar og þess vegna endast barnfóstrur ekki lengi hjá þeim, en allt verður betra þegar hin göldrótta Mary Poppins mætir til leiks. Jóhanna Vigdís Arnardóttir skilar hlutverkinu af röggsemi, með heillandi nærveru og syngur fantavel. Vin hennar Bert leikur Guðjón Davíð Karlsson af hlýju og varfærni og klifur hans og dansatriði lifa örugglega lengi með yngstu áhorfendunum, einkum þegar hann gengur á hvolfi uppi undir rjáfri leikhússins. Brellurnar voru allar mjög vel unnar, það var ekki annað að sjá en að risastór lampi væri dreginn upp úr töskunni þegar krakkarnir kynnast fyrst Mary Poppins. Á frumsýningunni voru það Rán Ragnarsdóttir og Grettir Valsson sem léku systkinin, en þau skiptast á við Áslaugu Lárusdóttur og Patrek Thor Herbertsson. Það er víst óhætt að segja að hinn spaugsami Grettir í hlutverki Mikales hafi verið þó nokkur senuþjófur. Samleikur þeirra systkina var mjög góður. Esther Talia Casey skilaði hinu erfiða hlutverki mömmunnar með glans. Í bíómyndinni er mamman upptekin í baráttusamtökum kvenna fyrir auknum réttindum, en það hefur verið strikað út hér í þessari leikgerð og mamman hringlar bara í gamaldags hefðbundnu frúarhlutverki. Halldór Gylfason fór á kostum í hlutverki pabbans þegar við loksins fáum að kynnast gungunni sem í honum býr þá er hans grimma og freka barnfóstra mætir til leiks. Andrea var grimm og ljót, Margrét Eir kom skassinu mjög vel til skila. Brilla matráðskona var ótrúlega skemmtileg. Sigrún Edda gerði mikið úr annars nokkuð litlu hlutverki. Það þarf að skýra ansi margt út fyrir smáfólkinu varðandi hagi þessa fólks, en aðalinntak verksins það er; að trúa á hið góða og að allt sé framkvæmanlegt með góðum vilja skilar sér þó. Leikmynd sem unnin er af Petr Hlousek færir okkur inn í marga heima. Ein fallegasta myndin er úr lystigarðinum þar sem marmarastyttur lifnuðu við. Dansatriðin voru öll mjög skemmtileg og krefjandi fyrir þennan stóra hóp, kannski kraftmest þó þegar töfraþulan Superkalifragilistikexpiallidósum er sungin. Nokkur ný lög hafa bæst við en þau eru ekki eins eftirminnileg og þau gömlu. Eitt fallegasta atriði kvikmyndarinnar er þegar gamla konan er að mata dúfurnar en hér varð það atriðið svolítið klúðurslegt fyrir svo utan að textinn var næstum því óskiljanlegur. Hljómsveitinni var haganlega komið fyrir báðum megin sviðsins og í upphafi var eins og tónlistin væri of en það lagaðist þegar á leið. Það er ekki vafamál að þessi ævintýralega uppfærsla er stórfengleg upplifun, þar sem hver og einn eignast sitt uppáhaldsatriði. Samferðarkona mín lítil sagði eftir sýninguna, að lang besta atriðið var þegar Mary Poppins flaug beint fyrir ofan mig. Niðurstaða: Ævintýraleg uppfærsla og stórfengleg upplifun þar sem öllum töfrum leikhússins er beitt.Leikhús. Mary Poppins. Söngleikur byggður á sögum P.L Travers og kvikmyndinni um Mary Poppins. Frumgerð tónlistar og söngtexta: Richard Sherman og Robert Sherman. Leiktexti: Julian Fellowes. Nýir textar og tónlist: Georg Stiles og Anthony Drewe. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Aðalleikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Áslaug Lárusdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Grettir Valsson, Patrekur T. Herbertsson, Halldór Gylfason, Esther Talía Casey, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórir Sæmundsson, Jóhann Sigurðsson, Orri Huginn Ágústsson. Hljómsveit undir stjórn: Agnars Más Magnússonar. Danshöfundur: Lee Proud. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Gervi: Árdís Bjarnþórsdóttir. Hljóðhönnun: Thorbjörn Knudsen. Leikmynd og myndband: Petr Hlousek. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir H. Magnússon, Cameron Corbett, Ellen M. Bæhrenz, Hannes Þór Egilsson, Hjördís L. Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Steve Lorenz, Unnur E. Gunnarsdóttir, Arna Sif Gunnarsdóttir, Arnar Orri Arnarsson, Elísabet Skagfjörð, Guðmundur E. Knudsen, Hafsteinn E. Hafsteinsson, Jón S. Jósefsson, Júlí H. Halldórsson, Kristveig Lárusdóttir, Leifur Eiríksson, Soffía Karlsdóttir, Sibylle Köll, Þórey Birgisdóttir. Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Birgir Bragason, Birkir Freyr Matthíasson, Einar Jónsson, Eydís Fransdóttir, Emil Friðfinnson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Kjartan Guðnason, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason, Sigurður Halldórsson, Snorri Sigurðsson, Vignir Þór Stefánsson. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira