Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 25. febrúar 2013 19:00 ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira