Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Birgir Þór Harðarson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Alonso var fljótur um Barcelona-brautina. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag. Formúla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag.
Formúla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira