Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 31-12 Benedikt Grétarsson skrifar 21. febrúar 2013 14:25 Mynd/Daníel Framarar niðurlægðu Mosfellinga er þeir komu í heimsókn í Safamýrina í kvöld. Ótrúlegir yfirburðir hjá Frömurum sem unnu stórsigur. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í leiknum hvort liðið var sterkara á svellinu. Framarar spiluðu frábæran varnarleik og Magnús Gunnar Erlendsson átti enn einn stórleikinn í markinu. Fram skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og Mosfellingar komust ekki á blað fyrr en eftir 11 mínútna leik þegar Þrándur Gíslason skoraði af línunni. Áfram héldu Safamýrapiltar að þjarma að gestunum og þegar 19 mínútur voru liðnar af leiknum voru Framarar með virkilega sterka stöðu, 8-2. Þá skoraði Afturelding tvö mörk í röð og héldu örfáir áhorfendur leiksins að nú væri að lifna yfir liðinu. Því fór fjarri, Framarar hertu skrúfuna enn frekar og gjörsamlega slátruðu ráðþrota Mosfellingum. Vörnin var áfram firnasterk og Magnús át upp alla bolta sem fóru í gegnum hana. Óreyndir leikmenn gestanna hentu boltanum í hendur þrautreyndra leikmanna Fram, sem þökkuðu fyrir sig með hraðupphlaupum. Fram skoraði síðustu 5 mörk hálfleiksins og hélt til leikhlés með níu marka forystu, 13-4. Allt útlit var fyrir að síðari hálfleikur yrði formsatriði og ekki laust við að vonleysi svifi yfir herbúðum gestanna. Þeir voru einfaldlega hörmulegir en það verður ekki tekið af Frömurum að þeir spiluðu fyrri hálfleik eins og englar. Síðari hálfleikur var algjör einstefna og Framarar bættu hægt og bítandi við forskotið. Leikmenn Aftureldingar gáfust upp og hengdu haus, enda var staðan vægast sagt skelfileg. Það var alveg sama hver kom inn á völlinn fyrir Fram, allir skiluðu sínu og keyrðu miskunarlaust yfir Mosfellinga. Fram vann leikinn að lokum með 19 mörkum og er það stærsti sigur sem sést hefur í N1-deild karla í vetur. Heimamenn spiluðu frábærlega í vörn og sókn og ekki var veikan hlekk að finna neins staðar. Gamla klisjan um vörn og markvörslu var nýtt til hins ítrasta en varnarleikur Fram í þessum leik var með því besta sem sést hefur í langan tíma í Safamýri. Sóknin var einbeitt allan tímann og heimenn fá virkilega verðskuldað hrós fyrir nálgun sína á verkefnið. Afturelding sá aldrei til sólar og verða að gleyma þessum leik sem fyrst. Það var helst jákvætt að ungir leikmenn á borð við Birki Benediktsson fengu tækifæri og það á eftir að nýtast liðinu á lokasprettinum.Einar Jónsson: Ég fer að hringja í landsliðsþjálfarann Einar Jónsson, þjálfari Fram, var yfirvegaður að leik loknum „Við spiluðum frábærlega en það má ekki gleyma því að Afturelding er með vængbrotið lið um þessar mundir. Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýnum hér í kvöld. Við spilum vel í 60 mínútur og vorum meðvitaðir að við mættum ekkert slaka á gegn þessu baráttuglaða liði Aftureldingar.“ Einar átti von á erfiðari leik „Ég verð að viðurkenna að ég átti vona á þeim erfiðari og með meira sjálfstraust eftir sigur í síðasta leik en ég er á því að þetta hafi verið stór sigur fyrir okkur og þá er ég ekki bara að vísa til lokastöðunnar í leiknum.“ Stemmingin er mikil í herbúðum Fram „Það er mikil stemming í liðinu og mórallinn er frábær. Við lentum í smá meiðslaveseni í vetur en það gaf öðrum leikmönnum tækifæri að spila. Það kemur til með að hjálpa okkur og hefur aukið breiddina í hópnum til muna, sem er auðvitað frábært fyrir okkur.“ Magnús Gunnar Erlendsson átti enn einn stórleikinn í markinu „Maggi er búinn að spila frábærlega undanfarið, eins og allir okkar markmenn. Vörnin hjálpar til en það verður að hrósa markmönnunum þegar þeir eiga það skilið. Ég fer að pressa á Aron (landsliðsþjálfara) að taka hann í landsliðið,“ sagði Einar léttur í lokin.Reynir Þór Reynisson: Arfaslakt frá fyrstu mínútu Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum rislítill eftir leikinn „Þetta var skelfilegt hjá okkur og við misstum móðinn mjög snemma. Menn gáfust upp og baráttan sem hefur oft einkennt okkar leik var ekki til staðar. Þá vorum við í bölvuðum vandræðum með að finna eitthvert jafnvægi á milli varnar og sóknarleiks.“ Reynir gat ekki séð marga jákvæða punkta úr leiknum „Það er helst að við gátum gefið ungum leikmönnum mínútur og þeir öðlast þá einhverja reynslu sem nýtist síðar. Birkir (Benediktsson) fékk að spila mikið en þetta var mjög dapurt í kvöld.“Ægir Hrafn: Hittum á alvöru leik Varnartröllið, Ægir Hrafn Jónsson, átti frábæran leik í vörninni. „Þar kom að því að við hittum á svona alvöru leik. Við vissum að þeir voru vængbrotnir og keyrðum virkilega vel allan tímann.“ Ægir Hrafn var liðtækur í körfubolta áður en hann valdi handboltann „Ég sé ekkert eftir því maður, ég er a.m.k. að verja fleiri skot í vörninni í handboltanum,“ sagði Ægir að lokum brosandi. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Framarar niðurlægðu Mosfellinga er þeir komu í heimsókn í Safamýrina í kvöld. Ótrúlegir yfirburðir hjá Frömurum sem unnu stórsigur. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í leiknum hvort liðið var sterkara á svellinu. Framarar spiluðu frábæran varnarleik og Magnús Gunnar Erlendsson átti enn einn stórleikinn í markinu. Fram skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og Mosfellingar komust ekki á blað fyrr en eftir 11 mínútna leik þegar Þrándur Gíslason skoraði af línunni. Áfram héldu Safamýrapiltar að þjarma að gestunum og þegar 19 mínútur voru liðnar af leiknum voru Framarar með virkilega sterka stöðu, 8-2. Þá skoraði Afturelding tvö mörk í röð og héldu örfáir áhorfendur leiksins að nú væri að lifna yfir liðinu. Því fór fjarri, Framarar hertu skrúfuna enn frekar og gjörsamlega slátruðu ráðþrota Mosfellingum. Vörnin var áfram firnasterk og Magnús át upp alla bolta sem fóru í gegnum hana. Óreyndir leikmenn gestanna hentu boltanum í hendur þrautreyndra leikmanna Fram, sem þökkuðu fyrir sig með hraðupphlaupum. Fram skoraði síðustu 5 mörk hálfleiksins og hélt til leikhlés með níu marka forystu, 13-4. Allt útlit var fyrir að síðari hálfleikur yrði formsatriði og ekki laust við að vonleysi svifi yfir herbúðum gestanna. Þeir voru einfaldlega hörmulegir en það verður ekki tekið af Frömurum að þeir spiluðu fyrri hálfleik eins og englar. Síðari hálfleikur var algjör einstefna og Framarar bættu hægt og bítandi við forskotið. Leikmenn Aftureldingar gáfust upp og hengdu haus, enda var staðan vægast sagt skelfileg. Það var alveg sama hver kom inn á völlinn fyrir Fram, allir skiluðu sínu og keyrðu miskunarlaust yfir Mosfellinga. Fram vann leikinn að lokum með 19 mörkum og er það stærsti sigur sem sést hefur í N1-deild karla í vetur. Heimamenn spiluðu frábærlega í vörn og sókn og ekki var veikan hlekk að finna neins staðar. Gamla klisjan um vörn og markvörslu var nýtt til hins ítrasta en varnarleikur Fram í þessum leik var með því besta sem sést hefur í langan tíma í Safamýri. Sóknin var einbeitt allan tímann og heimenn fá virkilega verðskuldað hrós fyrir nálgun sína á verkefnið. Afturelding sá aldrei til sólar og verða að gleyma þessum leik sem fyrst. Það var helst jákvætt að ungir leikmenn á borð við Birki Benediktsson fengu tækifæri og það á eftir að nýtast liðinu á lokasprettinum.Einar Jónsson: Ég fer að hringja í landsliðsþjálfarann Einar Jónsson, þjálfari Fram, var yfirvegaður að leik loknum „Við spiluðum frábærlega en það má ekki gleyma því að Afturelding er með vængbrotið lið um þessar mundir. Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýnum hér í kvöld. Við spilum vel í 60 mínútur og vorum meðvitaðir að við mættum ekkert slaka á gegn þessu baráttuglaða liði Aftureldingar.“ Einar átti von á erfiðari leik „Ég verð að viðurkenna að ég átti vona á þeim erfiðari og með meira sjálfstraust eftir sigur í síðasta leik en ég er á því að þetta hafi verið stór sigur fyrir okkur og þá er ég ekki bara að vísa til lokastöðunnar í leiknum.“ Stemmingin er mikil í herbúðum Fram „Það er mikil stemming í liðinu og mórallinn er frábær. Við lentum í smá meiðslaveseni í vetur en það gaf öðrum leikmönnum tækifæri að spila. Það kemur til með að hjálpa okkur og hefur aukið breiddina í hópnum til muna, sem er auðvitað frábært fyrir okkur.“ Magnús Gunnar Erlendsson átti enn einn stórleikinn í markinu „Maggi er búinn að spila frábærlega undanfarið, eins og allir okkar markmenn. Vörnin hjálpar til en það verður að hrósa markmönnunum þegar þeir eiga það skilið. Ég fer að pressa á Aron (landsliðsþjálfara) að taka hann í landsliðið,“ sagði Einar léttur í lokin.Reynir Þór Reynisson: Arfaslakt frá fyrstu mínútu Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum rislítill eftir leikinn „Þetta var skelfilegt hjá okkur og við misstum móðinn mjög snemma. Menn gáfust upp og baráttan sem hefur oft einkennt okkar leik var ekki til staðar. Þá vorum við í bölvuðum vandræðum með að finna eitthvert jafnvægi á milli varnar og sóknarleiks.“ Reynir gat ekki séð marga jákvæða punkta úr leiknum „Það er helst að við gátum gefið ungum leikmönnum mínútur og þeir öðlast þá einhverja reynslu sem nýtist síðar. Birkir (Benediktsson) fékk að spila mikið en þetta var mjög dapurt í kvöld.“Ægir Hrafn: Hittum á alvöru leik Varnartröllið, Ægir Hrafn Jónsson, átti frábæran leik í vörninni. „Þar kom að því að við hittum á svona alvöru leik. Við vissum að þeir voru vængbrotnir og keyrðum virkilega vel allan tímann.“ Ægir Hrafn var liðtækur í körfubolta áður en hann valdi handboltann „Ég sé ekkert eftir því maður, ég er a.m.k. að verja fleiri skot í vörninni í handboltanum,“ sagði Ægir að lokum brosandi.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira