Kolbeinn Sigþórsson og félagar í hollenska félaginu Ajax eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap gegn Steaua Búkarest eftir vítaspyrnukeppni.
Ajax vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en Steaua gerði slíkt hið sama í kvöld og því varð að framlengja leikinn.
Ekkert var skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax en fór af velli á 71. mínútu og gat því ekki tekið þátt í vítaspyrnukeppninni.
Taugar heimamanna voru sterkari í vítaspyrnukeppninni. Þeir nýttu fyrstu fjórar spyrnur sínar og þurftu ekki að taka fimmta vítið því Ajax klúðraði tveimur.
Ajax úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn