Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins Ellý Ármanns skrifar 20. febrúar 2013 22:00 Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni. Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu.Lagið Glow með hljómsveitinni Retro Stefson var valið lag ársins í popp og rokk flokki. Þá var hljómsveitin einnig valin tónlistarflytjandi ársins.Valdimar Guðmundsson var valinn söngvari ársins.Söngkona ársins var Andrea Gylfadóttir. Tónverk ársins í djass og blúsflokki var Bjartur eftir Tómas R. Einarsson. Í sama flokki var valin hljómplata ársins The Box tree með Skúla Sverrissyni og Skúla Guðjónssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðarkórsins fékk heiðursverðlaun fyrir kórstarfið. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins og í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru Hulda Björk Garðarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson valdir söngvarar ársins. Í sama flokki var Víkingur Heiðar Ólafsson valinn tónlistarflytjandi ársins og besta plata ársins var plata Víkings og Kristins Sigmundssonar sem ber heitið Vetrarferðin. Þá var Orkestur eftir Huga Guðmundsson valið tónverk ársins í sama flokki. Textahöfundar ársins voru Steingrímur Teague og Andri Ólafsson. Verðlaun fyrir nýsköpun fékk Reykjavík Midsummer Music. Þá fékk hljómsveitin Sólstafir styrk frá Loftbrú Reykjavíkurborgar. Upptökustjóri ársins var valinn Guðmundur Kristinn Jónsson.Myndir/Vilhelm GunnarssonÍ meðfylgjandi myndasafni má skoða fleiri myndir frá verðlaunahátíðinni.
Skroll-Lífið Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira