Perez fljótastur á öðrum degi Birgir Þór Harðarson skrifar 20. febrúar 2013 17:46 Perez ók hraðast í Barcelona í dag. nordicphotos/afp McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira