Jermain Defoe, framherji Tottenham, er sannfærður um að liðið í dag sé það besta hjá félaginu síðan að hann kom fyrst á White Hart Lane árið 2004. Defoe hefur spilað með Spurs síðan þá fyrir utan eitt tímabil með Portsmouth.
„Ég held að þetta sé líklega besta Tottenham-liðið sem ég hef verið í. Ég hef alltaf sagt að það gerir allt miklu auðveldara þegar þú ert umkringdum góðum leikmönnum og ekki síst fyrir framherja sem veit þá að hann mun fá sín færi til að skora," sagði Jermain c
„Hjá okkur eru leikmenn sem myndu labba inn í önnur topplið í ensku úrvalsdeildinni en fyrir vikið er mikil samkeppni og menn verða að vera á tánum til að nýta sitt tækifæri. Við höfum rétta sigurhugarfarið á æfingum og þetta er góður tími til að vera í Tottenham," sagði Defoe.
„Þessu liði eru allir vegir færir með þennan leikmannahóp. Það er frábært að fá tækifæri til að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum. Það er mikil og jákvæð spenna í loftinu og menn eru mjög spenntir fyrir framhaldinu," sagði Defoe en Tottenham mætir Internazionale Milan í Evrópudeildinni á White Hart Lane í kvöld.
Defoe: Besta Tottenham-lið sem ég hef verið í
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn