Hlauparinn stórefnilegi, Aníta Hinriksdóttir, náði ekki að komast í úrslit í 800 metra hlaupi á EM innanhúss.
Aníta tryggði sig inn í undanúrslitin í gær og hljóp svo í undanúrslitum í dag. Þar kom hún í mark á 2.04:72 mínútum sem dugði ekki til.
Aníta kom fimmta í mark af sex keppendum í seinni undanúrslitariðlinum. Hún varð í ellefta sæti af þeim tólf keppendum sem komust í undanúrslit.
Hún leiddi lengi vel en missti dampinn undir lokin.

