Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 16:45 Button hefur ekki nógu góð tæki í höndunum til þess að geta barist um sigra í fyrstu mótum ársins. Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti. Formúla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti.
Formúla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira