Spánverjinn Rafael Nadal er mættur aftur og hann vann enn einn titilinn í gær eftir að hafa jafnað sig á langvarandi meiðslum.
Þá lagði hann Juan Martin del Potro í úrslitum BNP Paribas Open í Indian Wells. Nadal tapaði fyrsta settinu, 4-6, en vann tvö næstu, 6-3 og 6-4.
Mótið fór fram á leirvelli þar sem Nadal er alla jafna bestur. Hann var áður búinn að vinna mót á lerivelli í Brasilíu og Mexíkó síðan hann kom til baka í febrúar.
Þetta mót var aftur á móti það langsterkasta síðan hann snéri aftur út á tennisvöllinn enda voru flestir bestu tennismenn heimsins með á mótinu.
"Þetta er einn ljúfasti sigurinn á mínum ferli. Þetta hefur verið algjörlega ógleymanlegt mót fyrir mig," sagði Nadal.
Nadal er kominn í gamla formið

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn