Raikkönen vann fyrsta mót ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 07:46 Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara. Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara.
Formúla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira