Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím 16. mars 2013 16:47 Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér. Stím málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér.
Stím málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira