Formúla 1

Tímatökum frestað til morguns vegna úrhellis

Birgir Þór Harðarson skrifar
Rosberg var fljótastur í rigningunni í morgun.
Rosberg var fljótastur í rigningunni í morgun. nordicphotos/afp
Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne.

Síðustu tvær lotur tímatökunnar fara því fram á sunnudegi fyrir kappaksturinn í Ástralíu og hefjast rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Kappaksturinn sjálfur hefst svo klukkan 6 á sunudagsmorgun.

Í fyrstu lotu tímatökunnar var Nico Rosberg á Mercedes-bíl fljótastur en óvíst er hvort sama röð haldist í næstu tímatökulotum enda var brautin gríðarlega blaut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×