Það má segja að Lundúnarferð stórstjörnunnar Justin Bieber hafi ekki farið að óskum. Söngvarinn fékk þar að kynnast bresku pressunni og var hundeltur af æsifréttaljósmyndurum. Á endanum fékk Bieber nóg.
Bieber var á leið út úr hótelinu sínu í miðborg Lundúna þegar atvikið átti sér stað. Fjöldi ljósmyndara var fyrir utan hótelið. Þeir brugðust ókvæða við þegar lífverðir söngvarans ruddu sér leið í gegnum hópinn.
Einn ljósmyndari hreytti fúlyrðum að Bieber sem hvarf inn í jeppann. Stuttu seinna sprettur söngvarinn út úr bílnum og virðist ætla að taka í lurginn á ljósmyndaranum.
Hægt er að sjá myndband frá atvikinu hér fyrir ofan. Þeir sem viðkvæmir eru fyrir munnsöfnuði ættu þó að hugsa til tvisvar um áður en smellt er á hlekkinn.
