Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2013 19:59 Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967.
Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira