Pistill: Endalausar dýfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2013 13:45 Úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Mynd/Stefán „Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
„Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli