Ísland byrjar vel á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 20:33 Íslenska landsliðið í badminton, nítján ára og yngri, fór vel af stað á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Tyrklandi í dag. Þær Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir unnu góða sigra. Sara Högnadóttir mætti Helina Rüütel frá Eistlandi í einliðaleik. Sara vann leikinn í oddalotu eftir að hafa lent undir, 19-21, 21-16 og 21-18 og er því komin í aðra umferð. Í henni mætir hún Nathalie Ziesig frá Austurríki en sá leikur er á morgun. Margrét Jóhannsdóttir sat hjá í fyrstu umferð og mætir á morgun Marie Batomene frá Frakklandi en henni er raðað númer níu inn í einliðaleik kvenna. Margrét og Sara mættu Michaela Mysakova og Veronika Ublova frá Tékklandi í tvíliðaleik og unnu þær auðveldlega, 21-9 og 21-8. Í annarri umferð mæta þær Julia Ahlstrand og Elin Svensson frá Svíþjóð. Sigríður Árnadóttir og Margrét Finnbogadóttir mættu einnig í dag Anastasiya Dmytryshyn og Darya Samarchants frá Úkraínu og töpuðu, 7-21 og 11-21. Þær eru því úr leik í tvíliðaleik kvenna. Í fyrramálið mæta Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir Pirmin Klotznet og Klaudia Grunfelder frá Ítalíu í tvenndarleik og Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mæta Felix Burestedt og Klara Johansson frá Svíþjóð. Í einliðaleik karla mætir Thomas Þór Thomsen Matthias Almer frá Danmörku, sem er raðað númer eitt í einliðaleik karla og Stefán Ás Ingvarsson mætir Adam Mendrek frá Tékklandi sem er raðað númer tvö. Kristófer Darri Finnsson og Stefán Ás Ingvarsson mæta Karabun Henadzi og Vladzislav Naumav frá Hvíta-Rússllandi í tvíliðaleik og Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen mæta Adam Hall og Calum Stevenson frá Skotlandi. Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira
Íslenska landsliðið í badminton, nítján ára og yngri, fór vel af stað á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Tyrklandi í dag. Þær Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir unnu góða sigra. Sara Högnadóttir mætti Helina Rüütel frá Eistlandi í einliðaleik. Sara vann leikinn í oddalotu eftir að hafa lent undir, 19-21, 21-16 og 21-18 og er því komin í aðra umferð. Í henni mætir hún Nathalie Ziesig frá Austurríki en sá leikur er á morgun. Margrét Jóhannsdóttir sat hjá í fyrstu umferð og mætir á morgun Marie Batomene frá Frakklandi en henni er raðað númer níu inn í einliðaleik kvenna. Margrét og Sara mættu Michaela Mysakova og Veronika Ublova frá Tékklandi í tvíliðaleik og unnu þær auðveldlega, 21-9 og 21-8. Í annarri umferð mæta þær Julia Ahlstrand og Elin Svensson frá Svíþjóð. Sigríður Árnadóttir og Margrét Finnbogadóttir mættu einnig í dag Anastasiya Dmytryshyn og Darya Samarchants frá Úkraínu og töpuðu, 7-21 og 11-21. Þær eru því úr leik í tvíliðaleik kvenna. Í fyrramálið mæta Kristófer Darri Finnsson og Margrét Finnbogadóttir Pirmin Klotznet og Klaudia Grunfelder frá Ítalíu í tvenndarleik og Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mæta Felix Burestedt og Klara Johansson frá Svíþjóð. Í einliðaleik karla mætir Thomas Þór Thomsen Matthias Almer frá Danmörku, sem er raðað númer eitt í einliðaleik karla og Stefán Ás Ingvarsson mætir Adam Mendrek frá Tékklandi sem er raðað númer tvö. Kristófer Darri Finnsson og Stefán Ás Ingvarsson mæta Karabun Henadzi og Vladzislav Naumav frá Hvíta-Rússllandi í tvíliðaleik og Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen mæta Adam Hall og Calum Stevenson frá Skotlandi.
Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Sjá meira