Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2013 19:00 Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira