Akureyringar urðu fyrir blóðtöku í handboltanum í kvöld er það fékkst staðfest að hornamaðurinn Oddur Gretarsson væri búinn að semja við þýska félagið Emsdetten.
Frank Thünemann staðfestir þetta við ruhrnachrichten.de. Oddur gengur í raðir félagsins í sumar.
Emsdetten er í efsta sæti þýsku B-deildarinnar og á góða möguleika á því að komast upp í úrvalsdeildina. Íslendingarnir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson spila með liðinu.
Forráðamenn Emsdetten hafa greinilega mikla trú á Oddi því þeir semja við hann þó svo hann sé með slitið krossband og hafi ekkert spilað síðustu mánuði.
Oddur fer til Emsdetten í sumar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn
Fleiri fréttir
