Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2013 09:58 Vettel vann í Malasíu eftir að hafa hundsað liðskipanir um að halda öðru sætinu á eftir liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti. Formúla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti.
Formúla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira