Kimi Räikkönen hefur verið færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í malasíska kappakstrinum á morgun. Hann náði sjötta besta tíma í tímatökunum í morgun en ræsir nú tíundi.
Dómararnir í Malasíu neyddust til að refsa Finnanum fyrir að hafa truflað Nico Rosberg þegar Mercedes-ökuþórinn var á fljúgandi hring. Kimi var að undirbúa sig undir fljúgandi hring og ók því hægar.
Lotus-ökuþórarnir Kimi og Romain Grosjean ræsa því í tíunda og ellefta sæti í kappakstrinum sem hefst klukkan 8 í fyrramálið. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Räikkönen refsað á ráslínu
