Dómarinn var Danny Crawford sem er einn þekktasti dómari NBA-deildarinnar og hann hló bara af öllu saman.
Carlos Boozer ætlaði nú aldrei að slá Danny Crawford heldur var hann bara að fagna því að boltinn fór ofan í körfuna þegar brotið var á honum.
Carlos Boozer átti flottan leik en hann var með 25 stig og 11 fráköst og hitti úr 11 af 16 skotum sínum utan af velli.
Crawford hefði auðveldlega geta brugðist verr við en það er hægt að sjá atvikið hér fyrir neðan.