Deilurnar snúast um Þjóðhátíð 9. apríl 2013 17:13 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Yfirlýsingar fljúga nú fram og til baka hjá stjórnarmönnum aðalstjórnar ÍBV. Þeir Páll Magnússon og Stefán Jónsson hafa nú svarað yfirlýsingu þeirra Jóhanns Péturssonar og Guðnýjar Hrefnu Einarsdóttur frá því fyrr í dag. Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. Í yfirlýsingu þeirra Páls og Stefáns segir að deilur innan aðalstjórnar félagsins snúist ekki um einstakar deildir heldur um tekjur félagsins af Þjóðhátíð. Röng stefna hafi verið tekin sem náði hámarki í fyrra þegar fjárhagslegur ávinningur íBV af hátíðinni var lítill þrátt fyrir að reksturinn hafi verið með miklum ágætum. Segja þeir Páll og Stefán að ávinningur ÍBV hafi verið minni en var kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Það verði útskýrt nánar á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 18. apríl. Yfirlýsing Páls og StefánsPáll MagnússonVegna yfirlýsingar frá Jóhanni Péturssyni og Guðnýju Hrefnu Einarsdóttur, stjórnarmönnum í ÍBV Íþróttafélagi, viljum við undirritaðir stjórnarmenn taka fram eftirfarandi:Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags á síðasta starfsári.Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir.Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vestmannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV Íþróttafélags.Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af Þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félagsfundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar.Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundargerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar.Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV Íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum.Páll MagnússonStefán Jónsson
Innlendar Tengdar fréttir "Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
"Óbreytt ástand er óviðunandi" Aðeins tveir af sjö stjórnarmönnum í aðalstjórn ÍBV gefa kost á sér til áframhaldandi starfa. Óánægja ríkir á meðal stjórnarmanna sem segja ónefnda menn í stjórninni taka sérhagsmuni ákveðinna deilda fram yfir hagsmuni félagsins. 9. apríl 2013 12:10