Þórarinn Ingi Valdimarsson lagði upp jöfnunarmark Sarpsborg 08 þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Sarpsborg 08 er taplaust í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en liðið hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli.
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sarpsborg 08 en þeir léku báðir með ÍBV undanfarin sumar og eru á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Lars Christopher Vilsvik kom Strömsgodset í 1-0 á 12. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin þremur mínútum síðar eftir laglega stungusendingu frá Þórarni Inga.
Þórarinn Ingi lagði upp jöfnunarmark
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti
