Byrjar einvígin alltaf frábærlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2013 08:00 Jóhann Árni var sjóðandi heitur í Röstinni á miðvikudagskvöldið. Mynd/Vilhelm Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík þegar liðið vann 24 stiga sigur á Stjörnunni, 108-84, í fyrsta leik úrslitaeinvígis Dominos-deild karla í körfubolta. Jóhann Árni skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 60 prósent skota sinna. Það efast enginn um það að fyrsti leikur í einvígi í úrslitakeppni er gríðarlega mikilvægur og Jóhann Árni hefur gefur tóninn í öllum einvígum Grindavíkur í úrslitakeppninni í ár. Fyrir vikið hafa Grindvíkingar fagnað öruggum sigri í leik eitt í einvígunum þremur. Jóhann Árni var með 23 stig (77 prósent skotnýting) í fyrsta leik átta liða úrslitanna á móti Skallagrími, 28 stig (63 prósent skotnýting) í fyrsta leik undanúrslitanna á móti KR og svo 26 stig í fyrrakvöld (60 prósent skotnýting). Jóhann Árni skoraði 17 af 26 stigum sínum á síðustu fimmtán mínútum leiksins á móti Stjörnunni á miðvikudagskvöldið en Grindavík vann lokakafla leiksins 50-26 og breytti stöðunni úr 58-58 í 108-84. Það er gríðarlega mikill munur á tölfræði Jóhanns Árni í leik eitt í einvígum úrslitakeppninnar miðað við tölfræði hans í hinum leikjunum í úrslitakeppninni. Hann er þannig að skora 16,7 stigum meira í leik í fyrsta leik, er með 20,6 fleiri framlagssstig í leik og 32,6 prósent betri skotnýtingu. Hér til hliðar má sjá samanburð á frammistöðu Jóhanns Árni í úrslitakeppninni í ár. Þetta er annað skiptið sem Jóhann Árni kemst í lokaúrslitin tvö ár í röð því hann afrekaði það líka sem leikmaður Njarðvíkur 2006-2007. Jóhann Árni vann þá titilinn fyrra árið en varð að sætta sig við silfur árið eftir þrátt fyrir að Njarðvík hafi unnið fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Jóhann Árni Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík þegar liðið vann 24 stiga sigur á Stjörnunni, 108-84, í fyrsta leik úrslitaeinvígis Dominos-deild karla í körfubolta. Jóhann Árni skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 60 prósent skota sinna. Það efast enginn um það að fyrsti leikur í einvígi í úrslitakeppni er gríðarlega mikilvægur og Jóhann Árni hefur gefur tóninn í öllum einvígum Grindavíkur í úrslitakeppninni í ár. Fyrir vikið hafa Grindvíkingar fagnað öruggum sigri í leik eitt í einvígunum þremur. Jóhann Árni var með 23 stig (77 prósent skotnýting) í fyrsta leik átta liða úrslitanna á móti Skallagrími, 28 stig (63 prósent skotnýting) í fyrsta leik undanúrslitanna á móti KR og svo 26 stig í fyrrakvöld (60 prósent skotnýting). Jóhann Árni skoraði 17 af 26 stigum sínum á síðustu fimmtán mínútum leiksins á móti Stjörnunni á miðvikudagskvöldið en Grindavík vann lokakafla leiksins 50-26 og breytti stöðunni úr 58-58 í 108-84. Það er gríðarlega mikill munur á tölfræði Jóhanns Árni í leik eitt í einvígum úrslitakeppninnar miðað við tölfræði hans í hinum leikjunum í úrslitakeppninni. Hann er þannig að skora 16,7 stigum meira í leik í fyrsta leik, er með 20,6 fleiri framlagssstig í leik og 32,6 prósent betri skotnýtingu. Hér til hliðar má sjá samanburð á frammistöðu Jóhanns Árni í úrslitakeppninni í ár. Þetta er annað skiptið sem Jóhann Árni kemst í lokaúrslitin tvö ár í röð því hann afrekaði það líka sem leikmaður Njarðvíkur 2006-2007. Jóhann Árni vann þá titilinn fyrra árið en varð að sætta sig við silfur árið eftir þrátt fyrir að Njarðvík hafi unnið fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 108-84 | Grindavík leiðir 1-0 Grindvíkingar hafa tekið forystuna í einvíginu gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þeir gulu og glöðu unnu góðan heimasigur í röstinni í kvöld 108-84. 17. apríl 2013 14:41