Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 16. apríl 2013 22:15 Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira