Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 16. apríl 2013 22:15 Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira