Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. apríl 2013 14:50 Mynd/Stefán Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira