Hannes Þ. Sigurðsson var í leikmannahópi Mjällby í fyrsta sinn í dag en hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigri á Helsingborg.
Hannes kom til liðsins á dögunum en hann lék síðast með liði í Kasakstan. Þetta var fyrsti sigur Mjällby á tímabilinu sem er nýhafið í Svíþjóð.
Þá voru þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Hjálmar Jónsson báðir ónotaðir varamenn þegar að IFK Gautaborg gerði markalaust jafntefli við Elfsborg.
Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg í dag.
IFK er í toppsæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir en Elfsborg er í tíunda sæti með þrjú stig. Mjällby er í ellefta sæti.
Í sænsku B-deildinni vann Örebro 3-0 sigur á Sundsvall. Ari Freyr Skúlason og Jón Guðni Fjóluson spiluðu báðir allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið.
