Formúla 1

Hamilton á ráspól en Vettel ók ekki

Birgir Þór Harðarson skrifar
Hamilton er á ráspól í kínverska kappakstrinum.
Hamilton er á ráspól í kínverska kappakstrinum.
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól í kínverska kappakstrinum á morgun eftir að hafa sett besta tíma í tímatökum í dag. Þetta er fyrsti ráspóll hans fyrir Mercedes.

Kimi Raikkönen ræsir annar í Lotus-bílnum á undan Fernando Alonso á Ferrari. Ræsingin gæti því orðið æsispennandi í fyrramálið, með þessa þrjá fremstu í hörku stöðubaráttu inn í fyrstu beygju.

Sebastian Vettel á Red Bull tók ákvörðun um að setja ekki tímatökuhring í morgun til þess að spara dekk. Hann mun því ræsa níundi, ekki langt undan liðsfélaga sínum Mark Webber sem komst ekki upp úr annari lotu vegna vandamáls með eldsneytisþrýsting.

Kappaksturinn hefst í fyrramálið í Kína og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×