Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 23-24 | ÍR leiðir einvígið 1-0 Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 13. apríl 2013 16:30 ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
ÍR-ingar unnu Hauka, 24-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram að Ásvöllum í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og gátu Haukar jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin en það tók ÍR-inga fimm mínútur að komast á blað. Haukar léku fast og komu virkilega framarlega á völlinn varnarlega. Þetta virtist koma ÍR í opna skjöldu og tók gestina langan tíma að komast í takt við leikinn. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan samt sem áður aðeins 6-5 fyrir Hauka og ÍR-ingar að sækja í sig veðrið. Gestirnir bættu vörn sína og Kristófer Fannar Guðmundsson fór í gang í markinu. Haukar voru um tíma í stökustu vandræðum að koma skoti á mark ÍR-inga og Breiðhyltingar sýndu í raun hvernig á að spila vörn í handbolta, þéttir og færanlegir. Þegar sex mínútur voru eftir af hálfleiknum komst ÍR yfir í fyrsta sinn í leiknum, 10-9, og var úrslitakeppniskrekkurinn greinilega farinn úr liðinu. Staðan var síðan 12-10 fyrir ÍR í hálfleik. Haukar þurftu að bæta leik sinn mikið ef ekki átti illa að fara. Markverðir liðanna voru báðir stórkostlegir í hálfleiknum en Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði tólf skot á fyrstu 30 mínútum leiksins og Kristófer Fannar varði ellefu. ÍR skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 15-10. Það tók Hauka rúmlega fjórar mínútur að komast á blað í upphafi síðari hálfleiksins. Haukar fór þá reyndar vel í gang og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 15-14. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir að slá í andlitið á Sigurjóni Björnssyni, leikmanni ÍR, sem var sloppinn einn í gegn. Nokkuð strangur dómur en tvær mínútur hefðu líklega dugað. ÍR-ingar fengu vítakast og komust í 18-14. Haukar efldust við dóminn og þjöppuðu sér saman. Liðið minnkaði hægt og rólega muninn og náðu að jafna leikinn í stöðunni 19-19 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var gríðarlega spennandi alveg út leiktímann og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 16 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma höfðu ÍR-ingar eins marks forskot og Haukar með boltann. Gísli Jón Þórisson náði ágætu skoti á markið en Kristófer Fannar Guðmundsson varði sitt 22 skot í leiknum og tryggði þeim sigurinn. Niðurstaðan því sigur ÍR 24-23. ÍR leiðir því einvígið 1-0 en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitin. Sigurbergur Sveinsson gerði níu mörk fyrir Hauka í leiknum en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Björgvin: Þetta er bara einn punktur af þremur„Þetta er bara einn punktur af þremur og menn verða að halda sig á jörðinni,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í dag. „Við þurfum að koma okkur niður á jörðina strax eftir sturtuna en það er samt sem áður frábært að vinna hér í fyrsta leik, við þurftum alltaf að vinna leik hér í Hafnafirðinum.“ „Núna verður liðið bara að halda dampi og fylla Vesturbergið í næsta leik. Við lentum undir til að byrja með en sem betur fer komum við til baka og náðum að vera einu skrefi á undan Haukum nánast allan leikinn.“ „Vörn og markvarsla var frábær í dag og mér fannst þeir í raun bara skora þegar við vorum einum færri.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Sigurbergur: Þýðir ekkert að dvelja við þennan leik„Það er lítið hægt að dvelja við þennan leik,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, eftir tapið í kvöld. „Við verðum bara að nýta kvöldið til að jafna okkur og byrja síðan strax að undirbúa næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Vesturberginu.“ „Við byrjuðum leikinn vel en náðum bara ekki að fylgja því nægilega vel eftir. Þetta þróaðist út í hörkuleik og datt bara með þeim í dag.“ „Við misnotum fjögur vítaköst sem er hreinlega allt of mikið í leik sem þessum. Þetta var bara stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim í kvöld.“ „Við verðum bara að setjast yfir þennan leik og skoða þetta vel. Það var margt gott í okkar leik í kvöld en sumt verður að bæta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira