Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var kjörinn besti leikmaður umferða 15-21 á hófi sem Handknattleikssamband Íslands stóð fyrir í hádeginu.
Tilkynnt var um úrvalslið umferðanna og áttu FH-ingar tvo fulltrúa í liðinu. Auk Daníels Freys var hægri skyttan Ragnar Jóhannsson valinn. Ægir
Hrafn Jónsson úr Fram var valinn besti varnarmaðurinn og þjálfari hans, Einar Jónsson, besti þjálfarinn. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru valdir dómarar umferðarinnar og ÍR-ingar heiðraðir fyrir bestu umgjörðina.
Lið umferða 15-21
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, FH
Línumaður: Jón Heiðar Gunnarsson, ÍR
Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Jóhann Jóhannsson, Afturelding
Miðjumaður: Sigurður Eggertsson, Fram
Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, FH
Hægra horn: Finnur Ingi Stefánsson, Valur
Besti leikmaður: Daníel Freyr Andrésson, FH
Besti varnarmaður: Ægir Hrafn Jónsson, Fram
Besti þjálfari: Einar Jónsson, Fram
Besta umgjörð: ÍR-ingar
Bestu dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
