Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri Lilleström á Start í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Pálmi Rafn jafnaði metin fyrir Lilleström á 25. mínútu, 1-1, þegar hann afgreiddi knöttinn í netið með góðu skoti.
Matthías Vilhjálmsson endurheimti svo forystuna fyrir Start undir lok fyrri hálfleiks en Lilleström tryggði sér svo sigur með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum í upphafi þess síðari.
Fyrst skoraði Lilleström úr vítaspyrnu og svo lagði Pálmi Rafn upp sigurmark liðsins fyrir Thorstein Helstad á 55. mínútu.
Lilleström er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig að loknum sex leikjum. Start er í áttunda sætinu með átta stig.
