Wallace-bikarinn til Garpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2013 10:45 Garpar, Íslandsmeistarar í krullu 2013 (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason. Mynd/Sigurgeir Haraldsson Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri. Íþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Sjá meira
Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.
Íþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Sjá meira