Wallace-bikarinn til Garpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2013 10:45 Garpar, Íslandsmeistarar í krullu 2013 (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason. Mynd/Sigurgeir Haraldsson Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri. Íþróttir Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.
Íþróttir Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira