Ólafur Stefánsson er kominn til Íslands og er þegar byrjaður að taka til hendinni sem nýr þjálfari Vals.
Ólafur varð á dögunum meistari í Katar en heimasíða Vals segir frá því að hann hafi komið til landsins í gær. Með honum í för var markmannsþjálfarinn Claes Hellgren.
Þeir sáu um æfingu í gær auk þess sem Hellgren mun stýra tveimur æfingum í dag. Ólafur verður svo með æfingar hjá Val alla helgina.
Valur bjargaði sæti sínu í N1-deild karla með því að vinna Stjörnuna í úrslitum umspilskeppninnar.
Ólafur tók Hellgren með sér til Íslands
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
