Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Hjörtur Hjartarson skrifar 20. apríl 2013 19:07 Efnin komu til landsins í pósti. Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira