Leikurinn var sá síðasti hjá íslenska liðinu og með sigrinum tryggði liðið sér bronsverðlaun. Íslendingar komust yfir í fyrsta leikhluta en fengu á sig mark strax í upphafi þess annars.
Íslensku strákarnir bættu hins vegar við tveimur mörkum áður en annar leikhluti var allur og staðan 3-1 fyrir þann síðasta. Aftur hafnaði pökkurinn í tvígang í marki Serba og 5-1 stórsigur Íslands í höfn.
Þetta var þriðji sigur Íslands á mótinu en sigur vannst einnig á Spánverjum og á Ástralíu eftir vítakeppni.
Björn Róbert Sigurðarson, Robin Hedström, Andri Már Mikaelsson, Ólafur Hrafn Björnsson og Jón Benedikts Gíslason skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Þetta er besti árangur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Leikur Íslands og Serba var í beinni textalýsingu á Mbl.is.
