Íþróttadeild Vísis hefur rifjað upp skemmtileg augnablik úr íþróttasögunni á Fésbókarsíðu Vísis undanfarnar vikur. Kennir þar ýmissa grasa. Í dag birtum við skemmtilega mynd frá Laugardalsvelli haustið 2003 þar sem karlalandslið Íslands og Þýskalands áttust við.
Heiðar Helguson segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að atvinnumannaskórnir séu komnir upp í hillu. Eitt eftirminnilegasta atvikið á farsælum ferli Heiðars var þegar Oliver Kahn fékk nóg af Dalvíkingnum á Laugardalsvellinum.
Til þess að fylgjast með liðnum „Gamla myndin" þarf ekki annað en að „líka við" Fésbókarsíðuna.
Í framhaldinu verður efnt til ýmissa leikja á síðunni þar sem hægt verður að vinna til skemmtilegra verðlauna sem öll tengjast að sjálfsögðu íþróttum á einn eða annan hátt.
Nokkrar gamlar og góðar myndir má sjá hér að neðan.


Þar var fyrir Logi Geirsson, FH-ingur og stórvinur Arons. En síðar þetta sama ár kom Alfreð Gíslason og Kiel til sögunnar og varð ekkert úr því að Aron færi til Lemgo. Spurning hvort að Logi hafi þá hætt við að kenna honum samskipti við hitt kynið?

Fleiri gamlar og góðar myndir munu birtast reglulega á Fésbókarsíðu Íþróttadeildar Vísis.