Bardagakappinn Gunnar Nelson prýðir forsíðu og er í ítarlegu viðtali í Jiu Jitsu Style blaðinu.
Framganga Gunnars í UFC hefur vakið mikla athygli en Gunnar keppti áður í brasilísku jiu jitsu. Fyrirsögnin á forsíðunni er ekki í flóknari kantinum, „Ísmaðurinn" (e. The Iceman), og er meðal annars rætt um frama Gunnars í UFC.
Á heimasíðu bardagafélagsins Mjölnis, þar sem Gunnar æfir og kennir bardagaíþróttir, kemur fram að blaðið sé það stærsta sinnar tegundar í Evrópu.
Gunnar átti að keppa við Mike Pyle í UFC í Las Vegas í lok maí en blása þurfti bardagann af vegna meiðsla hans á hné. Gunnar fór í aðgerð sem gekk vel og er reiknað með því að hann snúi aftur til æfinga innan nokkurra vikna.
Gunnar Nelson á forsíðu stórblaðs

Tengdar fréttir

Hef verið heppinn hingað til
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna.

Aðgerðin heppnaðist vel
Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun.

Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas
Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá.

"Gunni er miður sín"
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné.

Gunnar í sviðsljósinu hjá Fuel TV
Sjónvarpsstöðin Fuel TV kom hingað til lands á dögunum til að vinna langt innslag um bardagakappann Gunnar Nelson. Það má sjá hér neðst í fréttinni.