26,5 kg léttari Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2013 17:15 Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira